Sölumaður
Sævaldur Jens Gunnarsson
Europe
Starfað í og við þjónustu við sjávarútveg síðan ég var 13 ára. Vann við fiskvinnslu og var til sjós framan af, er með 2. stigs skipstjórnarréttindi. Er sjávarútvegsfræðingur B.Sc. Vann fjölbreytt störf í sjávarútvegi þar til ég réð mig til Sæplasts.
Er búinn að vera sölumaður hjá Sæplasti síðan vorið 2007. Búinn að þjónusta sjávarútveg og margar aðrar greinar víða. Hef sinnt Íslandi, Írlandi, Grænlandi, Danmörku, Eystrasaltslöndunum, Færeyjum, Rússlandi, Suður-Afríku og mörgum öðrum löndum beint og óbeint. Sæplastkörin eru svo frábær ílát að þau hafa leitt mig að Fiskiðnaði og fiskiskipum, kjötiðnaði og ýmsum matvælaiðnaði. Svo hefur ýmiskonar endurvinnsla verið að sækja í körin auk mjög fjölbreyttrar flóru fyrirtækja og einstaklinga.
Þar fyrir utan hef sinnt fjölskyldunni, hestunum mínum, notið útiveru og reynt mig í mörgum íþróttum mér til heilsubótar. Eftir því sem ég eldist hef ég uppgötvað gleði við ýmsar smíðar og endurbætur og ræktun á garðinum mínum.
Þrátt fyrir að störf mín hafi leitt mig mjög víða um heiminn er alltaf best heima. Mér finnast mikil forréttindi að búa á stað eins og Dalvík og ala þar upp börn og nú sjá þar barnabörn.