Við knýjum fram
Árangur

Fiskur & Sjávarafurðir
Sæplast býður upp á endingargóðar, hreinlætislegar og einangraðar lausnir sem eru hannaðar til að viðhalda innihaldi í hæsta gæðaflokki. Uppbygging keranna okkar tryggja bestu mögulegu hitastýringu, draga úr skemmdum við meðhöndlun og lengja geymsluþol vörunnar - frá veiðum til vinnslu.
Sæplast ker eru hönnuð með skilvirkni, matvælaöryggi og sjálfbærni að leiðarljósi og hjálpa sjávarútvegsfyrirtækjum að draga úr sóun, auka rekstrarhagkvæmni. Hvort sem um er að ræða fiskiskip, í vinnslustöðvum eða við flutning, heldur Sæplast sjávarfanginu fersku lengur.
Hágæða lausnir þróaðar fyrir:
- Fiskvinnslu
- Fiskvinnslu um borð
- Fiskeldi
- Aukaafurðir
Kjöt & Alifuglar
Hjá Sæplast bjóðum við upp á öruggar lausnir fyrir matvæli og flutninga sem hannaðar eru til að uppfylla strangar kröfur í matvælaiðnaðinum. Lausnirnar eru endingargóða, höggþolnar og tryggja framúrskarandi hreinlæti á sama tíma og öll meðhöndlun og geymsla er virkilega einföld.
Virkielga auðvelt er að þrífa kerin og þannig hjálpar Sæplast vinnsluaðilum að viðhalda matvælaöryggi, hagræða rekstri og lækka heildarkostnað.
Hágæða lausnir þróaðar fyrir meðhöndlun á:
- Rauðu kjöti
- Svínakjöti
- Kjúkling & kalkún
- Aukaafurðir


Dýrafóður
Hjá Sæplast bjóðum við upp á vörur í hæsta gæðaflokki fyrir gæludýrafóðursiðnaðinn. Endingargóðog höggþolin ker og vöruvagnar tryggja framúrskarandi hreinlæti, skilvirkni, lágmarka krossmengun og hámarka geymslu innihaldsefna.
Með samfelldri pólýetýlenhönnun sem auðvelt er að þrífa hjálpa lausnir Sæplast vinnsluaðilum að viðhalda heilindum vörunnar. Hvort sem um er að ræða meðhöndlun hráefna, frosin innihaldsefni eða fullunnið gæludýrafóður, tryggir Saeplast öryggi, samræmi og sjálfbærni á öllum sviðum.
Hágæða lausnir þróaðar fyrir:
- Lífrænt gæludýrafóður
- Þurrfóður
- Blautfóður
- Aukaafurðir
Matvælavinnsla
Hjá Saeplast hönnum við sjálfbærar lausnir sem uppfylla strangar kröfur matvælaiðnaðarins. Einangruð ker, sterkir vöruvagnar og almennar lausnir fyrir efnismeðhöndlun hjálpa fyrirtækjum að hámarka vinnuflæði, viðhalda öryggi og draga úr sóun. Sæplast vörur eru hannaðar með styrk og sjálfbærni að leiðarljósi, vernda hráefni, bæta meðhöndlun og auka heildarframleiðni í matvælavinnslu.
Hágæða lausnir þróaðar fyrir:
- Mjólkurvörur
- Bakarí
- Ávexti & Grænmeti
- Drykkir


Endurvinnsla
Saeplast kerin eru smíðuð fyrir erfið umhverfi og bjóða upp á yfirburða styrk, auðvelda þrif og endurvinnanleika, sem gerir þau að kjörnum valkosti fyrir ábyrga meðhöndlun úrgangs. Hvort sem um er að ræða meðhöndlun matarúrgangs, iðnaðarafurða eða endurvinnanlegra efna, þá býður Saeplast upp á lausnir sem auka skilvirkni og styðja við umhverfisábyrgð.
Hágæða lausnir fyrir efnismeðhöndlun/söfnunar á:
- Moltu
- Endurvinnsla plasts & pappa
- Endurvinnsla málms
- Rafgeyma og battería