Lengdu líftímann, minnkaðu sóun
Þjónusta og viðhald
Sjálfbærni í forgangi með Sæplast
Sjálfbærni er ekki lengur valkostur – hún er nauðsyn. Í heimi þar sem ábyrgir starfshættir skipta sköpum, verður hlutverk viðgerða sífellt mikilvægara til að lengja líftíma vara og draga úr sóun.
Sæplast, brautryðjandi í framleiðslu sterkra kerja sem auðvelt getur verið að gera við. Þannig geta vörurnar haldi áfram að skila árangri í mörg ár. Þetta er ákveðið loforð um að styðja við hringrásarhagkerfi og vernda umhverfið.
Þar sem aðrir leggja mesta áherslu á endurvinnanleika og endurnýtingu, minnir Sæplast á að ending, viðhald og áreiðanleiki eru jafn mikilvægir þættir í sjálfbærni. Viðgerðir er lifandi dæmi um skuldbindingu vörumerkisins við hreinni, hagkvæmari og ábyrgari framtíð.
Gerðu við ker – fljótt og einfalt!
Óhöpp gerast – það vita allir sem starfa í iðnaði. Lyftaraskemmdir eða harkaleg meðhöndlun geta skaðað sterkustu ker. Sæplast tryggir að slíkt merki ekki endalok kersins. Með viðgerðum fá ker, sem ella hefðu endað í endurvinnslu, áframhaldandi líftíma.
Með viðgerðum í stað förgunar lækkar þú kostnað, minnkar úrgang og styrkir sjálfbærni rekstursins. Sprungur og göt má laga á fljótlegan hátt, og við bjóðum bæði búnað, efni og leiðbeiningar til að styðja þig. Við förum jafnvel lengra og getum þjálfað starfsfólk þitt með sérstöku námskeiði svo viðgerðir verði hluti af daglegum rekstri.
Ferlið er einfalt: greina skemmdina, velja réttu aðferðina, og með hjálp sérfræðinga okkar og búnaðar er kerið lagað. Þetta er lausn sem gefur kerunum lengra líf um leið og þú velur umhverfisvænni leið.
Frá fíngerðum sprungum til áberandi skemmda

Fínar sprungur
Ef kerið hefur orðið fyrir smá hnjaski sem myndað hefur litla sprungu notaðu slípirokk og sköfu til að hreinsa gatið vel áður en suða hefst.
Fyrir minni sprungur er nægilegt að nota lítinn suðubyssuhaus til að fylla þær með PE-þræði. Hitinn á þræðinum ætti að vera um það bil 200–230°C.

Stærri skemmdir
Ef kerið hefur orðið fyrir skemmdum af stórum vélum (t.d. lyftaragöfflum) má einnig laga rifur með því að nota slípirokk og sköfu til að hreinsa gatið vel áður en suða hefst.
Notaðu öfluga suðubyssu til að fylla í gatið með PE-þræði. Hitinn á þræðinum ætti að vera um 200–230°C. Þegar gatið hefur verið fyllt, slípaðu yfirborðið til að jafna efnið.