Hringrásin heldur áfram

Endurvinnsluþjónusta

Traust skuldbinding við sjálfbæra framtíð

Endurvinnsla í lok líftíma

Fullkomlega endurvinnanlegt efni
Sæplast PE ker eru framleidd úr hágæða pólýetýleni (PE) og endurunnu efni í einangrunni. Þessi hönnun tryggir að hægt sé að endurvinna kerin okkar og breyta þannig úr sér gengnum vörum í nýja sterkar lausnir.

Ábyrgar lausnir fyrir förgun
Hægt er að endurvinna Sæplast PE ker á ábyrgan hátt að líftíma þeirra loknum, sem hjálpar fyrirtækinu þínu að draga úr urðun og eykur þannig sjálfbærni.

Stuðningur við hringrásarframtök

Notkun á endurunnu hráefni
Við notum endurunniðefni í framleiðslu nýrra PE vara, sem dregur verulega úr heildarumhverfisáhrifum.

Að stuðla að endurnýtingu og auðlindanýtingu
Í stað þess að farga umbúðum endurnýtir Saeplast þau. Skuldbinding okkar tryggir að plastið sem er notað heldur verðmæti sínu lengur og er það mikill ávinningur fyrir bæði fyrirtækið, viðskiptavini og plánetuna.

DSC_7081

Hringrásarhagkerfið

Ker með sögu – verða hluti af framtíðinni

Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Að líftíma sínum loknum er hægt að endurvinna Sæplast PE ker og endurnýta efnin í framleiðslu nýrra kera, vöruvagna eða byggingavörur. Þannig sparast auðlindir og lágmarkar enn frekar myndun úrgangs.

Við sýnum fram á aukna sjálbærni í verki - með endurvinnslu, lagfæringum og orkunotkun, en ofnarnir okkar eru knúnir áfram með rafmagni.  Með lengri líftíma og endurvinnanleika bjóða Saeplast ker upp á hagnýta, umhverfisvænni lausn sem styður við sjálfbæra starfsemi.

Sæplast_hringrásarplakat á íslensku

Learn More About Our Products

Book a Call with an Expert