Hvað er Sæplast?

Kynntu þér teymið:
Sérfræðingar í nýsköpun, sjálfbærni og gæðum

Teymið okkar knýr áfram skuldbindingu okkar um endingu, sjálfbærni og að bjóða lausnir í fremstu röð. Með áratuga reynslu í hönnun, framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini, vinnum við saman að því að bjóða hágæða, endurnýtanlegar og skilvirkar keralausnir fyrir sjávarútveg, kjötvinnslu, gæludýrafóður, matvælaiðnaðinn og úrgangsvinnslu.

Við trúum á samstarf, nýsköpun og þjónustu þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Með hverri vöru sem við afhendum hjálpum við fyrirtækjum að hámarka afköst, draga úr sóun og styðja við hringrásarhagkerfið. Kynntu þér fólkið á bak við árangur Sæplast!

Sjálfbærni skiptir okkur máli

Frá hönnun endurnýtanlegra kera til notkunar á endurunnu hráefni í framleiðslu nýrra kera, vinnum við markvisst að því að draga úr sóun, vernda auðlindir og styðja við hringrásarhagkerfið.

Með því að lengja líftíma vara, minnka umhverfisáhrif og bjóða upp á endurvinnslu- og viðhaldslausnir hjálpum við fyrirtækjum að starfa á sjálfbærari hátt. Saman byggjum við grænni og skilvirkari framtíð fyrir þær atvinnugreinar sem við þjónustum.

Framleiðsluferlið

Framleiðsluferlið byggir á hverfissteypu þar sem plasthráefni er sett í lokað mót og því snúið um tvo ása inni í ofni. Þegar mótið hitnar bráðnar hráefnið og sest á innra yfirborð þess og eftir að allt plastið hefur bráðnað er mótið tekið úr ofninum og kælt.

SÆPLAST hefur frá upphafi tekist að viðhalda orðspori sínu sem framleiðandi gæðavara sem veitir ávallt framúrskarandi þjónustu.

Passar þú í mótið?

Hjá Sæplast vinnum við saman að því að búa til sterkar, endingargóðar og umhverfisvænar vörur. Við erum hópur fólks með mismunandi bakgrunn sem sameinast í því að gera hlutina vel og leitum stöðugt að betri lausnum.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf í framleiðslu, sölu og fleiri deildum. Ef þú hefur áhuga á að vinna í jákvæðu starfsumhverfi þar sem samstarf, vöxtur og ábyrgð skipta máli – þá viljum við heyra frá þér.

DSC_7081

Nánar

Um SÆPLAST

Sæplast hefur frá upphafi haft gott fyrir framleiðslu á hágæða og áreiðanlegum vörum. Teymið hjá Sæplast hefur hannað og þróað vörur til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina, sem endurspeglar skuldbindingu okkar við framúrskarandi gæði, þjónustu og nýsköpun.

Markmið okkar er að skila sjálfbærum lausnum sem hannaðar eru til að endast og tryggja öryggi starfsmanna sem meðhöndla þær. Við erum staðráðin í að vinna náið með viðskiptavinum og að bæta stöðugt bæði vöruhönnun og vöruúrval.

PUR Ker

Sæplast PUR ker fyrir meiri einangrun og hitastýringu

PE Ker

Sæplast PE ker fyrir hámarksstyrk og öryggi.

PE Vöruvagnar

Sæplast PE vöruvagn sem hljóðlátur og léttur valkostur 

PE Vörubretti

Sterk vörubretti fyrir hvaða vinnsluaðstöðu sem er

Upphafið

Ræturnar á Dalvík

SÆPLAST er meðal þekktustu útflutningsfyrirtækja á Íslandi. Rætur fyrirtækisins má rekja til Dalvíkur, sjávarþorps á norður Íslandi þar sem fyrirtækið var stofnað árið 1984. Allar götur síðan hefur framleiðsla á hverfissteyptum einangruðum umbúðakerum verið þungamiðjan í framleiðslu Sæplasts og fyrirtækið verið í fararbroddi í heiminum í bæði hönnun og framleiðslu á slíkum vörum. Fyrstu árin þjónaði fyrirtækið fyrst og fremst viðskiptavinum í sjávarútvegi en síðan hafa aðrar greinar í matvælaiðnaði í auknu mæli tekið framleiðsluvörur SÆPLASTS í sína þjónustu.

Fyrirtækið stækkaði ört með sameiningum og kaupum á öðrum fyrirtækjum í plastiðnaði. Sæplast er hluti af Rotovia samstæðunni. Rotovia er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til Íslands og er í dag í eigu íslenskra fjárfesta. Félagið er eitt stærsta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu, með tíu framleiðslueiningar í sjö löndum auk viðamikils sölunets á heimsvísu. Það þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina í mismunandi atvinnugreinum, með sérstaka áherslu á matvælaiðnaðinn.

Í dag rekur Sæplast þrjár verksmiðjur. Á Íslandi þar sem starfa um 60 manns, í New Brunswick í Kanada og á Spáni. Sölunet Sæplast byggir á söluskrifstofum og umboðsmönnum sem selja vörur fyrirtækisins um heim allan.

Rætur Sæplast á Dalvík
Saeplast building 2

Vöxtur

Yfir Atlantshafið að ströndum Kanada

Kanadíska framleiðslueiningin á sér langa sögu í framleiðslu á einangruðum vörum sem nær aftur til ársins 1979. Sæplast keypti Dyno Plastics deildina árið 1999 og styrkti sig því verulega í Ameríku.

Að vera hluti af stærri samstæðu með verksmiðjur á Dalvík og Spáni hefur veitt öllum Sæplast verksmiðjum mikla reynslu og verksmiðjurnar læra af hvor annarri. Sæplast Americas leggur sitt af mörkum til hringrásarhagkerfisins með því að þróa endurnýtanlegar vörur og vera leiðandi í endurvinnsluverkefnum á pólýetýleni. Við bjóðum upp á þriggjalaga PE ker með allt að 25% PCR (endurnýtt plast) innihaldi í einangrun vörunnar.

Evrópa kallar

Að styrkja viðveru okkar í Suður-Evrópu

Sæplast hóf framleiðslu í Spáni árið 2000 og opnaði deild í La Cañiza, í grennd við hafnarborgina Vigo. Þetta svæði hefur verið miðstöð fiskveiða og matvælavinnslu um langt skeið og stendur þannig sem eðlilegur staður fyrir sérþekkingu Sæplasts á einangruðum kerum.

Frá upphafi hefur tekist að sameina sterka þekkingu á staðnum og bestu starfshætti Sæplasts á heimsvísu. Verksmiðjan er lykilstöð í þjónustunetinu fyrir Suður-Evrópu og víðar. Þannig hefur fyrirtækið tryggan grundvöll fyrir að bjóða sjávarútvegi, kjöt- og endurvinnsluiðnaði endingargóð, sjálfbær og traust ker.

Öryggi, gæði og sjálfbærni eru grunnstoðir í starfsemi Sæplasts á Íslandi, Kanada og á Spáni. Þessi grunngildi sameina starfseiningar okkar um allan heim.

E187528

19 79

Saeplast Saint John Canada plant established under the Xactics name

19 84

Saeplast Dalvik established

19 90

Dyno Industrier, Norway, acquired the Canada plant and changed the name to Dynoplast

19 99

Sæplast hf., Iceland, acquired the Dynoplast global business (Canada and Norway) & re-branded it Saeplast.

20 02

Saeplast hf. acquired the Icebox Plastico plant in La Caniza, Spain

20 15

RPC Group acquired Saeplast entities as part of the Promens purchase

20 19

Berry Global acquired RPC Group

20 22

Became part of Rotovia