Sjálfbærni og árangur
Sönn Framtíðarsýn
Lokum hringrásinni með sjálfbærum og endurnýtanlegum lausnum
Hjá Sæplast hefur sjálfbærni áhrif á allt sem við gerum—frá vöruhönnun til framleiðsluaðferða. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum með endingargóðum, endurnýtanlegum vörum sem styðja við hringrásarhagkerfið. Markmið okkar er að nota eingöngu endurnýjanlega orku í framleiðslu okkar og auka stöðugt notkun á endurunnu plasti (PCR) í einangrun nýrra kerja. Með því að hanna langlífar vörur hjálpum við til við að draga úr auðlindanotkun og úrgangi. Að velja Sæplast þýðir að fjárfesta í afköstum, ábyrgð og framtíðinni með minni áhrifum á jörðina. Sönn sjálfbærni hefst með snjallri, endingargóðri hönnun.
Sjálfbærari vörur
Styrkur og hringrás að leiðarljósi
Endurvinnsla
Skilakerfi
Sæplast býður upp á endurvinnslulausn þar sem notuð PE ker eru sótt og endurunnin til að koma í veg fyrir að plast fari á urðunarstaði.
Sjálfbærar auðlindir
Innleiðing endurunnins plasts
Sæplast nýtir endurunnið plast í framleiðslu nýrra kerja. Þannig minnkar þörfina á nýjum plastkúlum í framleiðsluferlinu og er því mun umhverfisvænna.

Endurnýjanleg orka
Hverfissteypuferlið hámarkað
Með því að nota rafmagns- og aðra orkusparandi framleiðsluofna drögum við úr umfram efnis- og orkunotkun.
Endurnýtanleiki
Hönnuð til að endast
Sæplast kerin eru hönnuð til að endast 6–10 sinnum lengur en einveggja ker og dragar úr þörfinni fyrir tíð skipti. Sæplast vörur eru hannaðar fyrir lengri líftíma og styðja þannig við sjálfbæra auðlindastjórnun.
Líftími vöru
Endurvinnanlegt frá grunni
Sæplast PE ker eru hönnuð með sjálfbærni í huga, sem tryggir að hægt sé að endurnýta þau og endurvinna að líftíma loknum. Sæplast styður hringrásarhagkerfið með endurvinnanlegu hráefni efni, skilvirkri vöruhönnun og endurvinnsluáætlun til að lágmarka úrganf og umhverfisáhrif.